Lalli og sentimetrarnir (1989)

Lalli og sentimetrarnir var hljómsveit frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum 1989. Sveitin komst í úrslit keppninnar. Lárus Halldórsson var trommuleikari sveitarinnar en aðrir meðlimir hennar voru Leifur Óskarsson gítarleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Hjörleifur Halldórsson hljómborðsleikari.

Myrtur (1991)

Hljómsveitin Myrtur frá Akranesi (og Stykkishólmi) starfaði 1991 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum, án þess reyndar að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ingþór Bergmann bassaleikari, Erlingur Viðarsson gítarleikari (Abbababb), Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari og Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari (Lalli og sentimetrarnir). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.