Gjörningur (1987)

engin mynd tiltækGjörningur úr Reykjavík var hljómsveit stofnuð vorið 1987 og tók þátt í Músíktilraunum fáum vikum síðar. Sveitin, sem státaði af eina kvenþátttakandanum það árið komst í úrslit tilraunanna en meðlimir sveitarinnar voru þau Níels Ragnarsson hljómborðsleikari, Þröstur Harðarson gítarleikari, Lárus Már Hermannsson trommuleikari, Björn Vilhjálmsson bassaleikari og Unnur Jóhannesdóttir söngkona.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um sveitina eftir Músíktilraunir.