Glampar [1] (um 1965)

engin mynd tiltækHljómsveitin Glampar var starfrækt í Reykjavík um miðjan sjöunda áratuginn, hugsanlega 1965.

Í sveitinni voru m.a. Egill Ólafsson (Stuðmenn o.fl.) gítarleikari og söngvari, Höskuldur Gísli Pálsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari (Pelican o.fl.) og Karl Júlíusson trommuleikari. Þeir voru allir mjög ungir að árum enda starfaði sveitin innan Álftamýrar- og Austurbæjarskóla.

Óttar Felix Hauksson mun hafa verið gítarleikari í þessari sveit síðar á lífdögum hennar en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hana.