Glampar [2] (1994-96)

Hljómsveitin Glampar var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar.

Um var að ræða ballsveit sem vann það sér helst til frægðar að safna áheitum fyrir Handknattleiksamband Íslands með því að spila tónlist aftan á hljómsveitarrútunni á leiðinni úr Reykjavík austur á Höfn í Hornafirði þar sem sveitin hafði verið ráðin til að leika á dansleik í Sindrabæ. Engar sögur fara af því hvernig sú áheitasöfnun gekk.

Engar upplýsingar er heldur að finna um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari (Á móti sól o.fl.) gæti hafa verið einn meðlima hennar.

Óskað er frekari upplýsinga um Glampa.