Glapræðisherinn var hljómsveit sem keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987.
Sveitin var frá Blönduósi og voru meðlimir hennar Ásgeir Valgarðsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigurðsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari, Ómar Árnason trommuleikari og Svavar Sigurðsson gítarleikari.