
Stonehenge
Hljómsveitin Stonehenge var frá Akureyri og starfaði líklega í nokkra mánuði undir því nafni áður en því var breytt í Shiva.
Stonehenge var stofnuð haustið 1995 og voru meðlimir hennar í upphafi Viðar Sigmundsson gítarleikari, Hlynur Örn Zophoníasson söngvari og gítarleikari, Kristján B. Heiðarsson trommuleikari og Bergvin F. Gunnarsson bassaleikari. Þannig var sveitin skipuð þegar hún keppti í Músíktilraunum vorið 1996 þar sem hún komst í úrslit. Fljótlega eftir Músíktilraunir var nafni sveitarinnar líklega breytt í Shiva og náði hún nokkurri athygli undir því nafni.