Stoned (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit í rokkaðri kantinum sem starfaði árið 1993 undir nafninu Stoned, þá um vorið lék sveitin á tónleikum sem voru hluti af Listahátíð Fellahellis og um sumarið var hún meðal fjölmargra annarra sveita sem komu fram á óháðu listahátíðinni Ólétt ´93.

Fyrir liggur að Jón Þór Birgisson (síðar kenndur við Sigur rós) var söngvari og gítarleikari Stoned en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana og er því óskað eftir þeim s.s. meðlimum og hljóðfæraskipan.