Stífgrím kombóið (1980-82)

Stífgrím kombóið var angi af pönkvakningunni sem átti sér rætur í Kópavogi í kringum 1980 þó svo að sveitin tilheyrði strangt til tekið ekki pönkinu tónlistarlega séð, sveitin á sér nokkuð merka sögu. Þeir Steinn Skaptason og Kristinn Jón Guðmundsson höfðu um tíma átt sér draum um að stofna hljómsveit sem væri í anda sjöunda…

Stormsveitin [1] (1979-81)

Hljómsveit var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu í kringum 1980 undir nafninu Stormsveitin, hún lék djassrokk eða eins konar djassbræðing en þá var nokkurs konar bræðingsvakning hérlendis og skemmst er að minnast Mezzoforte í því samhengi. Stormsveitin var stofnuð vorið 1979 upp úr hljómsveitunum Reykjavík og Rokkóperu og voru meðlimir hennar sexmenningarnir Björn Thoroddsen gítarleikari, Ágúst Ragnarsson…

Stormar [3] (1971-78)

Hljómsveitin Stormar starfaði um árabil mest allan áttunda áratug síðustu aldar á höfuðborgarsvæðinu, sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék einkum í Templarahöllinni og slíkum stöðum. Stormar voru líklega stofnaðir um mitt ár 1971 og um haustið voru þeir farnir að leika fyrir dansi í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Næstu mánuðina var sveitin eins konar húshljómsveit…

Stormar [1] (1963-69 / 1998-2017)

Bítlasveitin Stormar var líklega fyrsta siglfirska hljómsveitin sem eitthvað lét að sér kveða fyrir utan Gauta en sveitin naut mikilla vinsælda fyrir norðan og gerðist reyndar svo fræg að koma suður og leika fyrir Reykvíkinga og nærsveitunga í Glaumbæ. Tvennar sögur fara af því hvenær Stormar voru stofnaðir, heimildir segja bæði 1963 og 64 en…

Storkklúbburinn [tónlistartengdur staður] (1960-61)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Storkklúbburinn var staðsettur í íshúsinu svokallaða við Tjörnina í Reykjavík sem stendur við Fríkirkjuveg en þar átti hinn goðsagnakenndi skemmtistaður Glaumbær síðar eftir að vera. Húsið sem reyndar bar nafnið Herðubreið var reist af Thor Jensen og var framan af eins konar frystigeymsla eða íshús en ís var þá tekinn af tjörninni…

Stjörnuplata [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stjörnuplata 1: 20 stuðlög – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STUÐ-018 Ár: 1981 1. Brimkló – Á stuðöld: syrpa 2. Randver – Einn hreinn sveinn 3. Hljómsveit Ingimars Eydals – Sigga Geira 4. Fjörefni – Í örmum þínum 5. Linda Gísladóttir – Ég vil fara út í kvöld 6. Kaktus – Hvaða kreppa? 7. Dögg – Ég fell 8.…

Stjörnuplata [safnplöturöð] (1981)

Árið 1981 sendi plötuútgáfan Steinar frá sér safnplöturnar Stjörnuplata 1: 20 stuðlög og Stjörnuplata 2: 17 stuðlög, og í kjölfarið komu út Stjörnuplata 3: 20 stuðlög og Stjörnuplata 4: 20 stuðlög en tvær þær síðarnefndu komu hins vegar út hjá Geimsteini, útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar í Keflavík. Ósamræmi er einnig milli útgáfunúmera á plötuumslögunum annars vegar…

Stífgrím kombóið – Efni á plötum

Stífgrím – Stífgrím  Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1982 1. Bereft 2. Ólsen Ólsen 3. Þjóðsagnir I: Fyrirboði andláts / Forspá Finnboga / Draugurinn við Brunnklukkutjörn / Oddnýjartjörn 4. Þjóðsagnir II: Hlæ þú ekki Rafn / Sigurveig missir hempu sína 5. Heiðar 6. Elefant Walk 7. Jón tröll 8. Skraddarinn 9. Rauðhetta 10. Grimmsævintýri…

Stormsveitin [4] (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghóp innan Karlakórs Reykjavíkur sem gekk undir nafninu Stormsveitin en um var að ræða lítinn kór sem söng lög af léttara taginu og kom fram á tónleikum og öðrum uppákomum með karlakórnum. Fyrir liggur að Stormsveitin var starfandi 1995 en meira er ekki að finna um sönghópinn.

Stormsveitin [3] (1989)

Sverrir Stormsker starfrækti haustið 1989 hljómsveit ásamt fleirum undir nafninu Stormsveitin, Sverrir lék sjálfur á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þröstur [?] gítarleikari, Stefán [?] bassaleikari og Rafn [?] trommuleikari og söngvari. Fáeinum árum áður hafði Sverrir komið fram í nokkur skipti ásamt hljómsveitinni Sniglabandinu og við þau tækifæri hafði sú sveit gengið undir…

Stormsveitin [2] (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um unglingahljómsveit sem starfaði sumarið 1985 í Grindavík undir nafninu Stormsveitin. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í umfjöllun um hana.

Stormar [2] (1965-66)

Bítlasveit starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratuginn undir nafninu Stormar, líklega 1965 til 66 eða þar um bil. Vitað er að Birgir Guðjónsson var trommuleikari Storma en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og um starfstíma hennar.

Næturgalar [2] (1972-97)

Hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum starfaði á áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Næturgalar en þá hafði sveit með sams konar nafn verið starfandi um nokkurra ára skeið og því allt eins líklegt að einhvers konar ruglingur milli sveitanna sé fyrir hendi. Þessi sveit starfaði líklega fyrst á árunum 1972 til 1977…

Afmælisbörn 14. september 2022

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og sjö ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…