Stjörnuplata [safnplöturöð] (1981)

Fyrsta Stjörnuplatan

Árið 1981 sendi plötuútgáfan Steinar frá sér safnplöturnar Stjörnuplata 1: 20 stuðlög og Stjörnuplata 2: 17 stuðlög, og í kjölfarið komu út Stjörnuplata 3: 20 stuðlög og Stjörnuplata 4: 20 stuðlög en tvær þær síðarnefndu komu hins vegar út hjá Geimsteini, útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar í Keflavík. Ósamræmi er einnig milli útgáfunúmera á plötuumslögunum annars vegar og plötumiðanna hins vegar á Stjörnuplötu 3 og 4 þar sem útgáfunúmer Steina er á umslögunum (STUÐ 019 / STUÐ 029) og númer Geimsteins á plötumiðunum (GS 114 / GS 115). Ekki liggur fyrir hvers vegna svo var en að öllum líkindum var um einhvers konar samstarf plötuútgáfanna að ræða en plöturnar fjórar höfðu að geyma þverskurðinn af því sem Steinar og Geimsteinn höfðu verið að gefa út síðustu árin, titlarnir komu einnig út á kassettum.

Þess má einnig geta að Stjörnuplata 5 kom einnig út (á kassettuformi) á vegum Geimsteins, hún bar undirtitilinn Gylfi Ægisson leikur eigin lög á orgel, og tilheyrir ekki þessari safnplötuseríu enda ekki um safnplötu að ræða í því tilfelli.

Efni á plötum