Stormar [2] (1965-66)

Bítlasveit starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratuginn undir nafninu Stormar, líklega 1965 til 66 eða þar um bil.

Vitað er að Birgir Guðjónsson var trommuleikari Storma en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum sem og um starfstíma hennar.