Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján Heiðarsson bassaleikari.

Shiva (1995-2000)

Fremur fáar heimildir finnast um hina allt að því goðsagnkenndu hljómsveit Shiva sem starfaði undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld, á Akureyri. Sveitin var stofnuð haustið 1995 og voru stofnmeðlimir hennar Viðar Sigmundsson gítarleikari og Hlynur Örn Zophoníasson söngvari og gítarleikari. Fljótlega bættust í hópinn trommuleikarinn Kristján B. Heiðarsson og Bergvin F.…

Baphomet (1991-93)

Hljómsveitin Baphomet var ein þeirra sveita sem tók þátt í dauðarokksvakningunni upp úr 1990. Sveitin kom frá Akureyri og var líklega stofnuð 1991, hún spilaði nokkur norðanlands það ár. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992, þá skipuð þeim Agnari Hólm Daníelssyni söngvara og bassaleikara, Viðari Sigmundssyni gítarleikara og Páli Ásgeirssyni trommuleikara. Sveitin komst í úrslit…