Trúðurinn (1981-83)

Trúðurinn

Trúðurinn

Hljómsveitin Trúðurinn var starfrækt í Hagaskóla og Hlíðaskóla á fyrri hluta níunda áratugarins, sveitin sem flokkaði tónlist sína undir pönk eða nýbylgju var stofnuð síðla árs 1981 og starfaði líklega til 1983.

Trúðurinn varð einkum þekkt fyrir tvennt á sínum ferli, annars vegar að taka þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1982, hún komst þó ekki í úrslit.
Hins vegar að setja Íslandsmet í maraþonspilamennsku þetta sama haust, þar sem hún spilaði í tuttugu og sex tíma samfleytt á maraþontónleikum SATT og Tónabæjar.

Meðlimir Trúðsins voru Valur Gautason trommuleikari, Haraldur Karlsson söngvari og hljómborðsleikari, Þór Stiefel bassaleikari og Sigurður Guðmundsson gítarleikari. Hugsanlega voru þeir sex talsins um tíma.