Dúddabandið (1998)

Dúddabandið

Hljómsveitin Dúddabandið úr Kópavogi var starfandi 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar.

Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Arnórsson, Högni Guðmundsson og Bjarni Björnsson sem allir rödduðu, auk Sigurðar Jónssonar gítarleikara og Bjarna Daníelssonar söngvara.

Sveitinni var reyndar vísað úr keppni af ókunnum ástæðum.