Bróðir Darwins (1989-91)

Bróðir Darwins

Bróðir Darwins

Bróðir Darwins var hljómsveit frá Akranesi sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989 og lenti þar í þriðja sæti. Orri Harðarson gítarleikari var í þeirri hljómsveit og Anna Halldórsdóttir söngkona en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Logi Guðmundsson trommuleikari (Óðfluga) og Karl Lilliendahl bassaleikari. Þetta var einhvers konar nýbylgjusveit.

1991 átti sveitin lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum en þá var hún skipuð Önnu, Orra og Loga, auk Hallgríms Guðmundssonar sem hafði tekið við bassanum. Þá kom sveitin einnig við sögu á safnplötunni BÍT (1990).