Bandormarnir (1987)

engin mynd tiltækHljómsveitin Bandormarnir kom úr Kópavogi og tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1987.

Meðlimir sveitarinnar voru Haraldur Gunnlaugsson gítarleikari, Pétur Jensen bassaleikari, Sævar Örn Björgvinsson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari og Bengt Marinósson gítarleikari.

Sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna og ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hana.