Max [3] (1988-92)

Max

Unglingasveitin Max starfaði á Siglufirði fyrir og um 1990, en sveit með sama nafni hafði verið starfrækt í bænum tveimur áratugum fyrr.

Max var stofnuð árið 1988 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Jón Pálmi Rögnvaldsson trommuleikari, Hlöðver Sigurðsson söngvari, Hilmar Elefsen gítarleikari og Örvar Bjarnason hljómborðsleikari. Sveinn Hjartarson tók við trommuleikarahlutverkinu af Jóni Pálma og þannig skipuð keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1989, hafði þar reyndar ekki erindi sem erfiði og komst ekki í úrslit keppninnar.

Um tíma mun sveitin hafa verið söngvaralaus en Pálmi Steingrímsson söngvari kom síðan inn og þa starfaði sveitin til ársins 1992.

Max var endurvakin löngu síðar, árið 2009 undir nafninu Hugrakka brauðristin Max.