Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…

Max [2] (1982)

Árið 1982 lék hljómsveit í Glæsibæ undir nafninu Max, líklega þó bara í eitt skipti. Kunnugir mættu gjarnan senda Glatkistunni frekar upplýsingar um þessa sveit.

Max [3] (1988-92)

Unglingasveitin Max starfaði á Siglufirði fyrir og um 1990, en sveit með sama nafni hafði verið starfrækt í bænum tveimur áratugum fyrr. Max var stofnuð árið 1988 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Jón Pálmi Rögnvaldsson trommuleikari, Hlöðver Sigurðsson söngvari, Hilmar Elefsen gítarleikari og Örvar Bjarnason hljómborðsleikari. Sveinn Hjartarson tók við trommuleikarahlutverkinu af Jóni…