Max [1] (1968-69)

Max

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni.

Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969 en vakti ekki neina sérstaka athygli þar.

Þess má geta að löngu síðar var önnur sveit stofnuð á Siglufirði undir sama nafni og var þar m.a. um afkomendur meðlima Max-verja hinna fyrri að ræða.