Margrét Sighvatsdóttir – Efni á plötum

Lögin hennar mömmu: Margrét Sighvatsdóttir – ýmsir Útgefandi: Vísir Útgáfunúmer: Vísir 001 Ár: 2010 1. Sunnan með sjó 2. Söngur sjómannskonunnar 3. Vorgleði 4. Tunglskinsnótt 5. Ljós jarðar 6. Næturljóð 7. Lóan kemur (úr söngleiknum Lóan kemur) 8. Nú fjöllin sjást há (úrsöngleiknum Lóan kemur) 9. Pabbi minn 10. Hér sérðu lóurnar (úr söngleiknum Lóan…

Margrét Sighvatsdóttir (1930-2012)

Margrét Sighvatsdóttir var margt í senn, laga- og textahöfundur, kórstjórnandi og hljóðfæraleikari en kannski fyrst og fremst söngkona, hún var öflug í tónlistarlífi Grindvíkinga og þegar hún varð áttræð kom út plata með þrettán lögum eftir hana. Margrét fæddist á Rangárvöllum 1930 en flutti í Flóann níu ára gömul og þar í sveit mun hún…

Marta (1987)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1987 og hét Marta, þ.m.t. hvar hún starfaði, hverjir skipuðu hana og hversu lengi hún starfaði.

Marsipan (1994)

Hljómsveitin Marsipan var skammlíf sveit stofnuð upp úr Öpp jors og Wool vorið 1994. Meðlimir sveitarinnar voru Höskuldur Ólafsson söngvari, Barði Jóhannsson [gítarleikari?], Þórhallur Bergmann píanóleikari, Björn Agnarsson bassaleikari og Orri Páll Dýrason trommuleikari. Síðar virðist Esther Talía Casey söngkona hafa bæst í hópinn

Marta Kalman – Efni á plötum

Marta Kalman [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1036/ Columbia DI 1095 Útgáfuár: 1930 / 1954 1. Barnasögur eftir Jónas Hallgrímsson 2. Barnasögur eftir Jónas Hallgrímsson Flytjendur: Marta Kalman – upplestur

Marta Kalman (1889-1940)

Leikkonan Marta Kalman (Martha María Indriðadóttir) var dóttir Indriða Einarssonar leikritaskálds og var meðal fremstu leikkvenna hér á landi á fyrri hluta 20. aldar. Marta var fædd árið 1889, hún ólst upp í Reykjavík og hófst leikferill hennar strax við unglingsaldur, hún varð fljótlega meðal virtustu leikkvenna hér á landi og þótti sérlega góð í…

Marta Bjarnadóttir (1944-)

Marta Bjarnadóttir söng með nokkrum hljómsveitum um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, hún lagði þó tónlistina ekki fyrir sig en haslaði sér völl á allt öðrum vettvangi. Marta (Sigríður) Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 1944 og þegar hún var ríflega tvítug hóf hún að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á skemmtistaðnum Röðli þegar hún…

Magnús Ólafsson (1946-)

Skemmtikraftinn Magnús Ólafsson (Maggi Ólafs) þekkja flestir, ef ekki í hlutverki bæjarstjórans í Latabæ, Bjössa bollu eða Þorláks þreytta, þá af lögum eins og Prins póló sem hann gerði feikivinsælt á níunda áratugnum. Magnús fæddist á Siglufirði 1946 en flutti ungur með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann bjó alla sína æsku áður en…

Marz (1980-82)

Hljómsveitin Marz starfaði í kringum 1980 og var lengi vel húshljómsveit í Snekkjunni í Hafnarfirði. Skipan sveitarinnar er nokkuð á huldu en Torfi Ólafsson bassaleikari var einn meðlima hennar, einnig eru nefndir Birgir [?], Heimir [?] og Hafsteinn [?] en föðurnöfn þeirra vantar sem og hljóðfæraskipan. Upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.

Martröð [2] (um 1970?)

Óskað er upplýsinga um hljómsveit sem bar nafnið Martröð og hafði að geyma trommuleikarann Pjetur Hallgrímsson, líkur eru á að þessi sveit hafi verið starfandi á Norðfirði og giskað er á að hún hafi verið starfandi í kringum 1970. Upplýsingar um starfstíma, meðlimi og hljóðfæraskipan má senda Glatkistunni.

Martröð [1] (1969-70)

Hljómsveitin Martröð úr Reykjavík starfaði fyrir og um 1970 (nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir) og keppti sumarið 1969 í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli án þess að afreka þar nokkuð. Þar hafði sveitin ætlað að skrá sig til leiks undir nafninu Guðspjöll en var hafnað og því notuðu þeir Martraðar-nafnið. Meðlimir sveitarinnar…

Magnús Ólafsson – Efni á plötum

Hurðaskellir og Stúfur – Hurðaskellir og Stúfur staðnir að verki  Útgefandi: Steinar  Útgáfunúmer: STLP 064 Ár: 1982 1. Bæjarferð með Hurðaskelli og Stúfi: Í bæinn koma um sérhver jól / Bílarnir aka yfir brúna / Babbi segir / Snati og Óli / Mig langar að hætta að vera jólasveinn 2. Básúnan mín 3. Á góðri jólastund með Bryndísi…

Marz bræður – Efni á plötum

Marz bræður [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 38 Ár: 1954 1. Hanna litla 2. Segl ber hann til þín Flytjendur: Marz bræður: – Magnús Ingimarsson – söngur – Vilhjálmur B. Vilhjálmsson – söngur – Sigurður Sívertsen – söngur  – Ásgeir Sigurðsson – söngur Tríó Eyþórs Þorlákssonar; – Eyþór Þorláksson – gítar – Jón…

Marz bræður (1954-56)

Söngkvartettinn Marz bræður naut vinsælda um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, þeir komu fram á tónlistartengdum skemmtunum og komu við sögu á nokkrum plötum. Það var tónlistarmaðurinn Magnús Ingimarsson sem stofnaði Marz bræður ásamt Ásgeiri Sigurðssyni en þeir fengu til liðs við sig vini sína, Vilhjálm B. Vilhjálmsson og Sigurð Sívertsen og hófu æfingar. Fljótlega…

Afmælisbörn 8. ágúst 2019

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Sigrún Hjálmtýsdóttir eða bara Diddú á afmæli á þessum degi en hún er sextíu og fjögurra ára gömul. Diddu vakti fyrst athygli með Spilverki þjóðanna og Brunaliðinu en síðan varð sólóferillinn öðru yfirsterkara. Hún hefur sungið í fjölmörgum óperuuppfærslum og tónleikum af ýmsu tagi,…