Marz (1980-82)

Marz

Hljómsveitin Marz starfaði í kringum 1980 og var lengi vel húshljómsveit í Snekkjunni í Hafnarfirði.

Skipan sveitarinnar er nokkuð á huldu en Torfi Ólafsson bassaleikari var einn meðlima hennar, einnig eru nefndir Birgir [?], Heimir [?] og Hafsteinn [?] en föðurnöfn þeirra vantar sem og hljóðfæraskipan. Upplýsingar þ.a.l. væru vel þegnar.