Martröð [1] (1969-70)

Martröð

Hljómsveitin Martröð úr Reykjavík starfaði fyrir og um 1970 (nákvæmar tímasetningar liggja ekki fyrir) og keppti sumarið 1969 í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli án þess að afreka þar nokkuð. Þar hafði sveitin ætlað að skrá sig til leiks undir nafninu Guðspjöll en var hafnað og því notuðu þeir Martraðar-nafnið.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari, Davíð Marinósson bassaleikari, Sverrir Agnarsson gítarleikari, Guðmundur Jón Elíasson og Benedikt Helgi Benediktsson, ekki liggur fyrir hvor þeirra Guðmundur eða Benedikt var trommuleikari og hvert hlutverk hins var þá en það hefur þó líklega verið söngvarahlutverkið.

Óskað er frekari upplýsinga um þessa sveit.