Mamma hestur (1997-99)

Mamma hestur

Hljómsveitin Mamma hestur frá Ísafirði vakti nokkra athygli á Músíktilraunum vorið 1997 þótt ekki færi hún í úrslit keppninnar.

Meðlimir sveitarinnar voru Ásgeir Sigurðsson hljómborðsleikari, Valdimar Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur B. Halldórsson gítarleikari, Örn Gunnarsson trommuleikari, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson bassaleikari og Stefán Önundarson blásari.

Ekki liggur reyndar alveg ljóst fyrir hversu lengi starfaði en hún var enn við lýði 1999. Árið 2015 birtist hún aftur eftir langt hlé og hefur líklega aldrei hætt alveg.