Make it (1975-76)

Make it

Hljómsveitin Make it starfaði um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar í Reykjavík.

Sveitin var stofnuð í Breiðholtsskóla og því voru meðlimir hennar fremur ungir að árum, það voru þeir Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari (Gammar, Dada o.m.fl.), Ívar Sigurbergsson söngvari og gítarleikari (Dada, Bogart o.fl.) og Jökull Úlfsson trommuleikari (B.G & Ingibjörg, Egó o.fl.) sem allir voru um tólf ára aldur en síðar bættist Ragnar Hermannsson söngvari og gítarleikari einnig í hópinn.

Þeir áttu allir eftir að koma að íslensku tónlistarlífi síðar með einum eða öðrum hætti.