Röndótta regnhlífin (1991)

engin mynd tiltækHljómsveitin Röndótta regnhlífin kom úr Borgarnesi og starfaði 1991. Þá um vorið var sveitin skráð til leiks í Músíktilraunum en varð að hætta við þátttöku á síðustu stundu vegna handleggsbrots annars gítarleikara sveitarinnar. Annars var sveitin þá skipuð þeim Jóni Þór Sigmundssyni gítarleikara, Sigurði Erni Guðmundssyni gítarleikara, Gunnari Ásgeiri Sigurjónssyni trommuleikara, Halldóri Inga Jónssyni bassaleikara og Evu Rós Björgvinsdóttur söngkonu.

Aðrar upplýsingar um tilurð sveitarinnar væru vel þegnar.