Gult að innan (1987)

engin mynd tiltækGult að innan var hljómsveit frá Ísafirði, starfandi 1987. Sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum um vorið en mætti ekki þegar til kom. Meðlimir hennar voru þá Vernharður Jósefsson gítarleikari, Hörður Einarsson bassaleikari, Hermann G. Hermannsson söngvari og Ingi Þ. Guðmundsson trommuleikari.
Síðar sama ár átti Gult að innan efni á safnspólunum Snarl og Snarl 2. Hún starfaði líklega ekki lengi eftir það.