Gula Bandið (um 1934-40)

Gula bandið

Gula bandið var fyrsta starfandi danshljómsveit í Keflavík og hlaut hún nafn sit af gulum skyrtum sem meðlimir sveitarinnar klæddust er þeir léku á böllum. Hún var starfandi innan Ungmennafélags Keflavíkur á fjórða og hugsanlega fram á fimmta áratug síðustu aldar en elstu heimildir um hana munu vera frá 1934.

Lengst af voru meðlimir Gula bandsins þeir (Össur) Bjarni Össurarson fiðlu- og píanóleikari, Ólafur R. Guðmundsson harmonikkuleikari og Jóhann Kristinn Guðmundsson trommuleikari en fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.