Guðmundur Finnbjörnsson (1923-2009)

Guðmundur Finnbjörnsson

Guðmundur Finnbjörnsson

Guðmundur (Ólafur) Finnbjörnsson (f. 1923) starfrækti hljómsveit um árabil undir eigin nafni en hún lék lengi í Þórscafé.

Guðmundur fæddist á Ísafirði, byrjaði þar tónlistarferil sinn, lék á trompet með Lúðrasveit Ísafjarðar og með ónefndri danshljómsveit, hann lék síðan með ýmsum sveitum s.s. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, Sextett Steinþórs Steingrímssonar, Hljómsveit Björns R. Einarsson, Hljómsveit Braga Hlíðberg, Hljómsveit Svavars Gests og rak eigin sveit, sem fyrr er nefnt.

Guðmundur lék á ýmis hljóðfæri en mest á saxófóna og fiðlu en hann hafði lært á sínum tíma á fiðlu. Hann lék inn á nokkrar plötur, má þar nefna plötu með lögum úr söngleiknum Delerium bubonis, heiðursplötu Gunnars Ormslev – Jazz í 30 ár (1983) og plötu Karls Jónatanssonar – Lillý. Hann var ennfremur í stjórn Félags íslenskra hljómlistarmanna um skeið.

Guðmundur lést 2009.

Sjá einnig Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar