FH-bandið (1974-91)

FH-bandið

Margt er á huldu varðandi hljómsveit sem kenndi sig við íþróttafélagið FH í Hafnarfirði og gekk undir nafninu FH-bandið.

FH-bandið mun hafa verið stofnuð fyrir árshátíð FH árið 1974 og virðist meira og minna hafa verið söngsveit fyrstu árin sem hún starfaði. Það var svo árið 1990 sem sveitin (sem hljómsveit) sendi frá sér átta laga plötu og kassettu undir heitinu Áfram FH en hún var seld til styrktar byggingu íþróttamannvirkja í Kaplakrikanum þar sem FH hefur aðsetur, reyndar voru lögin fjögur talsins – annars vegar sungin, hins vegar instrumental.

Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru þau Björn Eysteinsson, Dýri Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Halldór Fannar Valsson, Matthías Kristiansen og Svanhvít Magnúsdóttir en einnig komu við sögu á plötunni Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Guðjónsson sem voru líkast til ekki meðlimir sveitarinnar. Fyrrgreindir munu hafa verið í sveitinni lengst af en einnig hefur nafn Helga Flóvents Ragnarssonar verið nefnt í því samhengi.

Svo virðist sem FH-bandið hafi hætt störfum fljótlega eftir útgáfu plötunnar.

Efni á plötum