Formaika (1990-91)

Hljómsveitin Formaika starfaði í rétt tæplega tvö ár í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar og náði á þeim tíma að senda frá sér eina smáskífu. Formaika var stofnuð í ársbyrjun 1990 og voru meðlimir hennar Einar Pétur Heiðarsson trommuleikari, Karl Ægir Karlsson bassaleikari, Ottó Tynes söngvari og gítarleikari og Vernharður Jósefsson gítarleikari. Sveitin sem lék…

Geirfuglarnir (1991-)

Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur starfað frá því snemma tíunda áratugarins með hléum og er af því er best er vitað enn starfandi. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur og hefur starfað nokkuð í leikhúsi. Upphaf Geirfuglanna má rekja til Menntaskólans við Sund þar sem Halldór Gylfason (leikari), Freyr Eyjólfsson (útvarpsmaður) og Þorkell Heiðarsson voru við…

Miðnes (1995-2004)

Hljómsveitin Miðnes starfaði í tæplega áratug og sendi frá sér tvær breiðskífur, nafn sveitarinnar var alla tíð samtvinnað Grand rokk en hún var hálfgildings húshljómsveit þar. Miðnes mun hafa verið stofnuð árið 1995 en líklega kom hún ekki opinberlega fram fyrr en haustið 1997 þegar hún fór að sjást reglulega á Grand rokk þar sem…

Gult að innan (1987)

Gult að innan var hljómsveit frá Ísafirði, starfandi 1987. Sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum um vorið en mætti ekki þegar til kom. Meðlimir hennar voru þá Vernharður Jósefsson gítarleikari, Hörður Einarsson bassaleikari, Hermann G. Hermannsson söngvari og Ingi Þ. Guðmundsson trommuleikari. Síðar sama ár átti Gult að innan efni á safnspólunum Snarl og…