Kvass [1] (1987-88)

engin mynd tiltækHljómsveit starfandi 1987 í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Viðarsson gítarleikari, Kristinn Þór Erlendsson bassaleikari, Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari, Svavar Guðmundsson hljómborðsleikari og Jón Þór Sturluson söngvari og trompetleikari skipuðu sveitina sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna vorið 1987 (á eftir Stuðkompaníinu og Metan).

Sama sumar keppti sveitin í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina og lenti þar einnig í þriðja sæti, á eftir Nýdanskri og Blátt áfram.

Sveitin starfaði a.m.k. áfram til 1988.