Kvartett Gunnars Ormslev (um 1950)

Kvartett Gunnars Ormslev

Kvartett Gunnars Ormslev var starfandi í kringum miðja 20. öldina. Hann var skipaður þeim Árna Elfar píanóleikara, Jóni Sigurðssyni bassaleikara, Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara og Gunnari sjálfum sem lék á tenórsaxófón.
Til eru upptökur með kvartettnum og m.a. má heyra þá leika á plötunni Jazz í 30 ár sem gefin var út í minningu Gunnars. Þeir félagar voru allir um þetta leytið meðlimir í hljómsveit Björns R. Einarssonar.