Messías (1999-2002)

engin mynd tiltækHljómsveitin Messías starfaði á árunum 1999 – 2002 í Reykjavík. Sveitin keppti í músíktilraunum 1999 en meðlimir hennar voru Ágúst Bogason bassaleikari, Viðar Friðriksen trommuleikari og Valgeir Gestsson gítarleikari. Ekki er ljóst hver þeirra söng þar en sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði.

Þeir Messías-félagar störfuðu til ársins 2002 en stofnuðu þá aðra sveit, Jan Mayen, og bættu við sig einum manni.