Batterí (1988-89)

Batterí

Batterí

Þungarokkhljómsveitin Batterí (Battery) kom frá Akranesi og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar 1989.

Meðlimir voru þá Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Sigurður Gíslason gítarleikari, Guðmundur Þórir Sigurðsson gítarleikari og Gautur Garðar Gunnlaugsson trommuleikari en Batterí hafði verið stofnuð upp úr annarri Skagasveit, Deja vu í lok árs 1988.