Pétur (1994)

Pétur 1994

Pétur

Hljómsveitin Pétur starfaði 1994 og hugsanlega lengur.

Pétur var stofnuð í Reykjavík sumarið 1994 en meðlimir hennar voru á menntaskólaaldri, flestir í Kvennaskólanum.

Meðlimir Péturs voru Valur Snær Gunnarsson söngvari, Jón Gunnar Þórarinsson gítarleikari, Sigurður Hjartarson bassaleikari og Magnús Þór Magnússon trommuleikari.

Sveitin náði að senda frá sér ellefu laga snældu, Engin Nína hér, um haustið en engar upplýsingar er að finna um viðtökur þeirrar útgáfu eða hvernig Pétri reiddi af í framhaldinu.

Efni á plötum