Ópíum (1999-2003)

engin mynd tiltækHljómsveitin Ópíum var stofnuð á Akureyri snemma árs 1999 og hófu snemma að spila á sveitaböllum fyrir norðan. Sama vor tók sveitin þátt í Músíktilraunum þar sem hún komst í úrslit en meðlimir voru þeir Sverrir Páll Snorrason trommuleikari, Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Hjalti Jónsson söngvari og gítarleikari og Davíð Þ. Helgason bassaleikari. Tónlist Ópíum mátti skilgreina sem gruggrokk.

Næsta ár (2000) tók sveitin aftur í úrslit Músíktilrauna en gerði enn betur því Davíð Þór var kjörinn besti bassaleikari og Hrafnkell Brimar besti gítarleikari tilraunanna, þá var hún skipuð sömu meðlimum. Sveitin varð nokkuð öflug í framhaldinu og spilaði nokkuð en árið 2003 breytti sveitin um nafn og kallaði sig Kanis. Í millitíðinni hafði sveitin reyndar kallað sig Núll & nix. Undir Kanisarnafninu gaf sveitin út plötu Tónrækt fyrir byrjendur og hafði þá ennþá að skipa sömu meðlimum.