Heiðurstónleikar System of a down á Gauknum

system of a down heiðurstónleikarArmensk/Ameríska rokksveitin System of a down verður heiðruð þann 15. janúar nk. á Gauknum, Tryggvagötu 22.

System of a down hefur gefið út fimm breiðskífur og selt yfir fjörutíu milljónir eintaka, sveitin á ófáa slagarana sem munu fá að heyrast á þessum heiðurstónleikum en dagskráin mun spanna lög frá farsælum ferli sveitarinnar sem hófst árið 1994 í Kaliforníu.

Sett hefur verið saman sérstök hljómsveit til að flytja efnið á heiðurstónleikunum og eru meðlimir hennar gallharðir aðdáendur System of a down.

Hljómsveitina skipa Stefán Jakobsson söngvari, Franz Gunnarsson gítar- og hljómborðsleikari, Hrafnkell Brimar Hallmundsson gítarleikari og söngvari, og Sverrir Páll Snorrason trommuleikari.

Tónleikarnir eru sem fyrr segir föstudagskvöldið 15. janúar 2016 á Gauknum og hefjast þeir klukkan 23:00, húsið opnar klukkan 21:00.

Miðaverð við innganginn er kr. 2000 en hægt er að kaupa miða á kr. 1500 í forsölu sem þegar er hafin á Tix.is.

Þetta er tilvalin jólagjöf fyrir rokkunnendur en athugið að aldurstakmark er 20 ára.