
Tombstone
Hljómsveitin Tombstone var starfrækt á Akureyri í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.
Tombstone var líklega stofnuð 1992 og var nokkuð virk í tónlistarlífi Akureyringa veturinn 1992-93 en sveitin var rokksveit í þyngri kantinum.
Þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993 voru meðlimir hennar Þormóður Aðalbjörnsson söngvari, Baldvin Ringsted gítarleikari, Jóhann [Jóhannes] Már Sigurðsson gítarleikari, Jón Björn Ríkarðsson trommuleikari og Aðalsteinn Jóhannsson bassaleikari.
Tombstone komst alla leið í úrslit Músíktilraunanna og hlaut Baldur titilinn besti gítarleikari keppninnar.
Sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunir.