Reflex (1981-83)

Reflex í Tónabæ 12

Reflex á sviðinu í Tónabæ

Hljómsveitin Reflex starfaði um tveggja ára skeið, á árunum 1981-83. Hún var stofnuð af Guðmundi Sigmarssyni gítarleikara og Ólafi Friðrik Ægissyni bassaleikara, fljótlega bættist Heimir Már Pétursson (síðar fjölmiðlamaður) söngvari í hópinn og að lokum kom trommuleikarinn Baldvin Örn Arnarson til leiks.

Þannig skipuð taók sveitin þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 og komst þar í úrslit, þar má segja að hápunkti sveitarinnar hafi verið náð en reyndar spilaði sveitin einnig á Melarokkshátíðinni nokkrum vikum fyrr um haustið. Í framhaldinu lék sveitin víða eða þar til hún lagði upp laupana haustið 1983.