Þrælarnir (1981-82)

Þrælarnir

Hljómsveitin Þrælarnir starfaði í nokkra mánuði árin 1981 og 82.

Sveitin var stofnuð sumarið 1981 og voru meðlimir hennar frá upphafi Halldór Bragason söngvari og gítarleikari (Vinir Dóra o.fl.), Ríkharður Friðriksson gítar-, mandólín og þverflautuleikari (Fræbbblarnir, Snillingarnir o.fl.), Guðmundur Sigmarsson gítarleikari (C.o.t. o.fl.), Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari (Reflex o.fl.) og Sigurður Hannesson trommuleikari (Kamarorghestar, Pax Vobis o.fl.).

Þrælarnir léku opinberlega í nokkur skipti og störfuðu fram á árið 1982 en hættu þá störfum.