
Þrælarnir
Hljómsveitin Þrælarnir starfaði í nokkra mánuði á árunum 1981 og 82.
Sveitin var stofnuð sumarið 1981 og var meðlimaskipan hennar frá upphafi með þeim hætti að Halldór Bragason var söngvari og gítarleikari (Vinir Dóra o.fl.), Ríkharður Friðriksson gítar-, mandólín og þverflautuleikari (Fræbbblarnir, Snillingarnir o.fl.), Guðmundur Sigmarsson gítarleikari (C.o.t. o.fl.), Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari (Reflex o.fl.) og Sigurður Hannesson trommuleikari (Kamarorghestar, Pax Vobis o.fl.).
Þrælarnir léku opinberlega í nokkur skipti og störfuðu eitthvað fram á árið 1982 en hættu þá störfum.

Þrælarnir á sviði