Þrumugosar (1986-87)

Hljómsveitin Þrumugosar starfaði a.m.k. einn vetur, 1986-87, í Framhaldsskólanum að Laugum en nafn sveitarinnar var fengið úr bókunum um teiknimyndahetjuna Viggó viðutan. Þrumugosar voru Bjarni Ómar Haraldsson gítarleikari, Pétur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Helgi Guðbergsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari og Ragnar Z Guðjónsson trommuleikari. Þrumugosar kepptu í hljómsveitakeppni sem Ríkisútvarpið á Akureyri stóð fyrir vorið…

Þróun (1971)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Þróun sem var starfandi haustið 1971 og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Fyrir liggur að Þorsteinn Magnússon gítarleikari (Eik Þeyr o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að hafa um aðra.

Þukl [2] (1991)

Hljómsveitin Þukl var starfandi sumarið 1991 og var um verslunarmannahelgina það árið skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar o.s.frv. og hvort hún mætti til leiks í Húnaveri. Þó er ekki útilokað að Þórður Bogason (Þrek o.fl.) hafi verið einn…

Þrælarnir (1981-82)

Hljómsveitin Þrælarnir starfaði í nokkra mánuði á árunum 1981 og 82. Sveitin var stofnuð sumarið 1981 og var meðlimaskipan hennar frá upphafi með þeim hætti að Halldór Bragason var söngvari og gítarleikari (Vinir Dóra o.fl.), Ríkharður Friðriksson gítar-, mandólín og þverflautuleikari (Fræbbblarnir, Snillingarnir o.fl.), Guðmundur Sigmarsson gítarleikari (C.o.t. o.fl.), Ólafur Friðrik Ægisson bassaleikari (Reflex o.fl.)…

Þrymur (1984)

Hljómsveitin Þrymur var eins konar skammlíft hliðarverkefni rekið samhliða hljómsveitinni Þrek en sveitirnar innihéldu sömu meðlimina sem voru Halldór Erlendsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Pétur Einarsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari og Þórður Bogason söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 1 sem gefin var út 1984.

Þrusk [2] (1995-96)

Hljómsveitin með þessu nafni lék á áramótadansleik á Blönduósi um áramótin 1995-96. Líkur eru á að sveitin hafi verið norðlensk en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana og óskast því sendar Glatkistunni.

Þrusk [1] (1993)

Hljómsveitin Þrusk starfaði sumarið 1993 og lék þá á rokktónlistarhátíð sem haldin var í Reykjavík. Engar upplýsingar er að hafa um meðlimi þessarar sveitar.

Þrumuvagninn – Efni á plötum

Tívolí / Þrumuvagninn – Rokk og ról; Þrumuvagninn [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1507 Ár: 1981 1. Syngdu með 2. Meira meira 3. Stórborgarablús Flytjendur: Eiður Örn Eiðsson – söngur Brynjólfur Stefánsson – bassi Einar Jónsson – gítar Ólafur Sigurðsson – trommur Þrumuvagninn – Þrumuvagninn Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 061 Ár: 1982 1. Þrumuvagninn 2.…

Þrumuvagninn (1981-82)

Sumir vilja meina að hljómsveitin Þrumuvagninn sé fyrsta þungarokksveit íslenskrar tónlistarsögu og líklega má færa nokkuð góð rök fyrir því. Tilurð Þrumuvagnsins er örlítið flókin en hún er í raun sama sveit og Tívolí sem hafði starfað í að minnsta kosti fimm ár við góðan orðstír og m.a.s. gefið út lag sem naut heilmikilla vinsælda…

Þrumurnar (1987)

Hljómsveitin Þrumurnar var skráð til leiks í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húsafelli um verslunarmannhelgina 1987. Ekkert hefur spurst til Þrumanna eftir keppnina og væru allar upplýsingar varðandi þessa sveit vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Þungarokklingarnir (1992)

Heimildir eru af afar skornum skammti þegar kemur að unglingasveitinni Þungarokklingunum en hún starfaði vorið 1992 og lék þá á tónleikahátíð í Reykjavík. Allar tiltækar upplýsingar óskast um þessa sveit.

Afmælisbörn 14. ágúst 2017

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit. Hrönn Svansdótir…