Þrumugosar (1986-87)
Hljómsveitin Þrumugosar starfaði a.m.k. einn vetur, 1986-87, í Framhaldsskólanum að Laugum en nafn sveitarinnar var fengið úr bókunum um teiknimyndahetjuna Viggó viðutan. Þrumugosar voru Bjarni Ómar Haraldsson gítarleikari, Pétur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Helgi Guðbergsson bassaleikari, Valgeir Sigurðsson hljómborðsleikari og Ragnar Z Guðjónsson trommuleikari. Þrumugosar kepptu í hljómsveitakeppni sem Ríkisútvarpið á Akureyri stóð fyrir vorið…