
Ásta Sveinsdóttir
Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:
Stórsöngvarinn Geir Ólafson er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Geir eða Ice blue eins og hann er oft kallaður, hefur gefið út nokkrar sólóplötur og plötur með hljómsveit sinni Furstunum, sem samanstendur af tónlistarmönnum í eldri kantinum og er eins konar stórsveit.
Hrönn Svansdótir söngkona er fjörutíu og þriggja ára í dag. Hrönn kemur úr gospelgeiranum og hefur verið áberandi t.a.m. í Gospelkór Fíladelfíu, hún hefur sungið inn á fjölmargar plötur og reyndar gefið út eina sólóplötu, Hljóður: við spegilsléttan fjörð, árið 2014.
Daði Georgsson hljóðupptöku- og tónlistarmaður á einnig afmæli en hann er fjörutíu og tveggja ára. Áður en Daði sneri sér að upptökuferlinum hafði hann spilað á hljómborð í hljómsveitum eins og Áttavillt en einnig í minna þekktum böndum eins og Nova, Riff Reddhedd, Sjáumst í sundi og Dægurlagakombóinu, reyndar eins og margir aðrir.
Ásta Sveinsdóttir lagahöfundur (fædd 1895) átti einnig afmæli þennan dag. Ásta starfaði lengstum sem tónlistarkennari ásamt öðrum störfum en samdi bæði söng- og dægurlög í frístundum sínum, og kom oft við sögu í dægurlagakeppnum SKT. Hún samdi m.a. lög eins og Bláu augun og Rósin mín. Ásta lést 1973.