Nefbrot (1993)

Nefbrot

Nefbrot

Hljómsveitin Nefbrot úr Mosfellsbæ starfaði 1993 og lék rokk í þyngri kantinum.

Nefbrot var ein þeirra sveita sem lék á tónleikum í Fellahelli undir yfirskriftinni Vaxtarbroddur snemma vors 1993 og stuttu síðar keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru meðlimir hennar Daníel Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Bjarni Ingvar Jóhannsson trommuleikari, Vigfús Þór Hreiðarsson gítarleikari og Atli Þór Guðmundsson gítarleikari.

Sveitin hafði ekki erindi sem erfiði í Músíktilraununum og eftir þær spurðist ekkert til hennar.