Nipparnir (1996)

Ekki er ljóst hvort Nipparnir voru starfandi hljómsveit en þeir Guðmundur Hermannsson söngvari, Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari gáfu út lag á safnplötunni Gæðamolar árið 1996 undir þessu nafni. Ekkert meira er að finna um Nippana.

Nigrophilia (1992)

Hljómsveitin Nigrophilia lék á tónleikum í Dynheimum á Akureyri snemma árs 1992 ásamt fleiri sveitum sem flestar voru í þyngri kantinum. Hér er því giskað á að sveitin hafi spilað þungt rokk og gæti verið af Norðurlandi. Engar aðrar upplýsingar er hins vegar að finna um Nigrophiliu og væru þær því vel þegnar.

The Nightingales (um 1975)

Erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina The Nighingales en hún var starfandi um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, að minnsta kosti 1975 og 76. Sveitin lék mikið á Vellinum og hafði m.a. að geyma Guðmund Hauk Jónsson, ýmislegt bendir til að um sé að ræða sömu sveit og bar nafnið Næturgalarnir og hafi borið…

Newshit (1994-96)

Hljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom 1996. Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari. Sá síðast taldi hafði tekið við af Helga…

New dance (1984)

Allar upplýsingar um hljómsveitina New dance úr Garðabæ óskast sendar Glatkistunni. Að öllum líkindum var um að ræða unglingasveit, hún var starfandi vorið 1984.

Nesmenn (1966-69)

Hljómsveitin Nesmenn starfaði á sínum tíma í Keflavík. Í Keflavík var mikil tónlistargróska um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og upp úr þeim farvegi spruttu Nesmenn fram sumarið 1966 en sveitin var stofnuð upp úr Rofum sem var bítlasveit eins og Nesmenn. Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina á hverjum tíma en…

NESKAMES (1981-82)

Hljómsveitin NESKAMES starfaði á höfuðborgarsvæðinu, á árunum 1981-82.  NESKAMES mun hafa verið skammstöfun fyrir Nú er svo komið að margir eru sárir. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Þorvaldsson trommuleikari, Ólafur Elíasson gítarleikari, Máni Svavarsson hljómborðsleikari og Þorsteinn Halldórsson bassaleikari. Einnig mun Ólafur Steinarsson hafa verið í sveitinni um tíma að minnsta kosti.

Nerðir (1992)

Nerðir var skammlíf sveit úr Sandgerði sem starfaði 1992. Sveitin spilaði grunge rokk og meðlimir hennar voru Viggó Maríasson, Smári Guðmundsson, Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson og Pálmar Guðmundsson. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan Njarða.

Niðurlæging Norðurlanda (1981-82)

Niðurlæging Norðurlanda var eins konar pönk- eða gjörningasveit, skipuð ungum meðlimum af Suðurnesjunum, hugsanlega úr Keflavík og starfaði í um tvö ár. Sveitin kom einungis fram í eitt skipti, á tónlistarhátíð sem haldin var innan Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Kr. Sigurðsson gítarleikari, Guðni Ragnar Þórhallsson gítarleikari og Kristinn Már Pálmason bassaleikari sem…

Niður – Efni á plötum

Niður – Útgefandi: [án útgefanda] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [ártal ókunnugt] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Niður (1992-97)

Hljómsveitin Niður starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum en vakti ekki mikla athygli utan ákveðins hóps tónlistaráhugafólks. Niður var lengi vel pönksveit, hún var stofnuð 1992 og voru meðlimir fyrstu útgáfu hennar Arnar Sævarsson gítarleikari og Jón Júlíus Filippusson söngvari (sem komu úr Sogblettum), Haraldur Ringsted trommuleikari (Rotþróin), Pétur Heiðar Þórðarson gítarleikari (Óþekkt andlit)…