Nesmenn (1966-69)

Nesmenn_1966 004

Nesmenn

Hljómsveitin Nesmenn starfaði á sínum tíma í Keflavík.

Í Keflavík var mikil tónlistargróska um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og upp úr þeim farvegi spruttu Nesmenn fram sumarið 1966 en sveitin var stofnuð upp úr Rofum sem var bítlasveit eins og Nesmenn.

Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina á hverjum tíma en frægastir meðlima hennar eru fóstbræðurnir Jóhann Helgason og Magnús Þór Sigmundsson sem síðar hófu samstarf tveir og enn síðar í sitt hvoru lagi. Aðrir Nesmenn framan af voru Ómar Emilsson gítarleikari, Ingvar Ingvarsson trommuleikari og Sveinbjörn Dýrmundsson bassaleikari en síðar komu líklega við sögu menn eins og Ingi Oddsson trommuleikari og Þorsteinn Ólafsson hljómborðsleikari. Einhverjar heimildir segja ennfremur að Valur Emilsson hafi verið um tíma í henni sem og Magnús Kjartansson einnig, sá síðarnefndi hefur þó tæplega komið við sögu Nesmanna. Allar upplýsingar þ.a.l. eru þó vel þegnar.

Nesmenn störfuðu til ársins 1969 en um það leyti hófu þeir Magnús og Jóhann sitt samstarf sem hefur staðið með hléum æ síðan.