Rofar [1] (1964-66)

engin mynd tiltækUnglingahljómsveitin Rofar starfaði í Keflavík 1964-66.

Rofar, sem var hljómsveit í hringiðu bítlalífsins í Keflavík, hafði að geyma Jóhann Helgason sem síðar átti eftir að koma heldur betur við sögu í íslensku tónlistarlífi en aðrir meðlimir voru Friðrik [?] bassaleikari, Ingi Oddsson trommuleikari og Ómar Emilsson gítarleikari. Ekki er ljóst hvort fleiri komu við sögu Rofa en þegar Magnús Þór Sigmundsson gekk til liðs við sveitina árið 1966 breyttu þeir félagar um nafn og kölluðu sig eftir það Nesmenn.

Þeir Magnús og Jóhann áttu eftir að vinna mikið saman í kjölfarið, ýmist sem dúett eða í hljómsveitum.