Rofar [1] (1964-66)

Unglingahljómsveitin Rofar starfaði í Keflavík 1964-66. Rofar, sem var hljómsveit í hringiðu bítlalífsins í Keflavík, hafði að geyma Jóhann Helgason sem síðar átti eftir að koma heldur betur við sögu í íslensku tónlistarlífi en aðrir meðlimir voru Friðrik [?] bassaleikari, Ingi Oddsson trommuleikari og Ómar Emilsson gítarleikari. Ekki er ljóst hvort fleiri komu við sögu…

Rofar [2] (um 1970)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi um eða fyrir 1970 í Borgarnesi eða nágrenni. Litlar upplýsingar er að hafa um þessa sveit aðrar en að Kristján Helgason mun að líkindum hafa verið bassaleikari og Vignir Helgi Sigurþórsson gítarleikari og jafnvel söngvari en þeir áttu eftir að starfa síðar saman í hljómsveitinni Nafninu. Ekki…