Afmælisbörn 19. september 2016
Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Carl Möller píanó- og hljómborðsleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur í gegnum tíðina starfað með fjöldanum öllum af danshljómsveitum, meðal þeirra má nefna Neo tríóið, Sextett Ólafs Gauks, Fimm í fullu fjöri, Hljómsveit Hauks Morthens, Diskó sextett og Sumargleðinni. Carl hefur einnig samið…