Afmælisbörn 19. september 2016

Finnbogi Kjartansson

Finnbogi Kjartansson

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni:

Carl Möller píanó- og hljómborðsleikari er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur í gegnum tíðina starfað með fjöldanum öllum af danshljómsveitum, meðal þeirra má nefna Neo tríóið, Sextett Ólafs Gauks, Fimm í fullu fjöri, Hljómsveit Hauks Morthens, Diskó sextett og Sumargleðinni. Carl hefur einnig samið tónlist og platan Októberlauf hefur einmitt að geyma lög hans, aukinheldur hefur hann sjálfur leikið inn á fjölda platna. Hann hefur einnig fengist við að kenna tónlist.

Finnbogi G. Kjartansson bassaleikari frá Keflavík er sextíu og fjögurra ára gamall en hann lék með ýmsum Suðurnesjasveitum á sínum yngri árum, oft með bróður sínum Magnúsi. Meðal sveita sem Finnbogi lék með voru Júdas, Júbó, Echo, Steinblóm, Ábót, Fresh, Geimsteinn og Hrókar en sú síðast talda var líkast til fyrsta sveitin sem hann lék með.