Pýþagóras (1994-95)

Hljómsveitin Pýþagóras starfaði á höfuðborgarsvæðinu fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar og keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en hún keppti í Músíktilraunum vorið 1994 og spilaði þar eins konar fönkrokk, þá eru sagðir vera í sveitinni Birgir Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hlynur Rúnarsson trommuleikari og söngvari og Einar…

Púrusottam (1980)

Árið 1980 starfaði skammlíf hljómsveit með hið einkennilega nafn Púrusottam, sveitin var stofnuð um vorið og var líklega eingöngu hugsuð til að leika á Miðsumarvöku sem var lista- og skemmtidagskrá Þjóðmálahreyfingar Íslands en farið var með þá dagskrá hringinn í kringum landið um sumarið. Púrusottam var sjö manna band og þar á meðal voru tvær…

Púkó og Gummi (1976)

Púkó og Gummi var hljómsveit nokkurra unglinga sem starfaði í Reykjavík að öllum líkindum í kringum 1976, aðeins er vitað um Eyjólf Kristjánsson (Eurovision-fara o.m.fl.) sem einn af meðlimum sveitarinnar. Sveitin mun hafa komið fram opinberlega í eitt skipti á sínum tíma en var endurvakin árið 2007 og kom þá einnig fram. Allar frekari upplýsingar…

Púkó & Crazy (?)

Hljómsveitin Púkó & Crazy mun hafa verið starfandi á Vestfjörðum einhverju sinni, hvenær eða hvar nákvæmlega liggur engan veginn fyrir og væru því allar upplýsingar varðandi það mjög vel þegnar.

Afmælisbörn 6. september 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafson (Sverrir Stormsker) er fimmtíu og þriggja ára gamall. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við erum við,…