Púrusottam (1980)

engin mynd tiltækÁrið 1980 starfaði skammlíf hljómsveit með hið einkennilega nafn Púrusottam, sveitin var stofnuð um vorið og var líklega eingöngu hugsuð til að leika á Miðsumarvöku sem var lista- og skemmtidagskrá Þjóðmálahreyfingar Íslands en farið var með þá dagskrá hringinn í kringum landið um sumarið.

Púrusottam var sjö manna band og þar á meðal voru tvær söngkonur. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir sjömenningarnir voru.